Keegan tekinn við Newcastle

Kevin Keegan.
Kevin Keegan. Reuters

Kevin Keegan hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United í stað Sam Allardyce sem vikið var frá störfum á dögunum. Ráðning Keegan er staðfest á vef Newcastle en óhætt er að segja að hún komi talvert á óvart enda var haft eftir honum í vikunni að hann væri ekkert á þeim buxunum að snúa aftur til starfa í knattspyrnunni.

Keegan var við stjórnvölinn hjá Newcastle á árunum 1992 til 1997. Þaðan fór hann til Fulham og stýrði liðinu 1998-1999 og hann tók síðan við enska landsliðinu og þjálfaði það 1999-2000. Frá enska landsliðinu fór hann til Manchester City og stýrði því frá 2001 til 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert