Rannsókn er hafin á Ítalíu vegna meintra skattsvika enska landsliðsþjálfarans í knattspyrnu, Fabio Capello.
Fregnir á Ítalíu herma að rannsóknin hafi byrjað fyrir um mánuði síðan og verið sé að skoða hugsanlega ólöglegar greiðslur til Capello þegar hann var þjálfari hjá Roma. Telja skattayfirvöld að hann hafi tekið við greiðslum frá erlendum styrktaraðilum liðsins.
Saksóknarinn í Tórínó, sem fer með þetta mál, var einnig með hneykslismál Juventus þar sem Capello var þjálfari á árunum 2004-06.