Utandeildarliðið heimsækir Liverpool

Kevin Keegan nýr knattspyrnustjóri Newcastle ásamt Mike Ashley eiganda félagsins …
Kevin Keegan nýr knattspyrnustjóri Newcastle ásamt Mike Ashley eiganda félagsins á St.James Park í kvöld. Reuters

Leikjunum fjórum í ensku bikarkeppninni er lokið og er óhætt að segja að utandeildarliðið Havant & Waterlooville hafði stolið senunni en liðið sigraði Swansea, 4:2, og mætir Liverpool á Anfield í 4. umferðinni. Newcastle sigraði Stoke, 4:1, Manchester City hafði betur gegn West Ham, 1:0, og Hereford sigraði Tranmere, 1:0.

Manchester City - West Ham 1:0 

Brasilíumaðurinn Elano kemur Manchester City yfir með skallamarki af stuttu færi á 73. mínútu. Rolando Bianchi átti skalla í stöng og Elano tók frákastið, henti sér fram og skallaði í netið.

Kominn er hálfleikur á Manchester Stadium og er staðan, 0:0. West Ham hefur átt hættulegri færi í annars frekar tilþrifalitlum leik. Castillo framherji City fór meiddur útaf á 30. mínútu og er óttast að hann hafi farið úr axlarlið. 

Dean Ashton fær upplagt færi á 30. mínútu en Joe Hart markvörður City ver kollspyrnu Ashtons af stuttu færi. 

20 mínútur eru liðar af leiknum á Manchester Stadium og er leikurinn alveg í járnum. Baráttan er allsráðandi og engin teljandi marktækifæri hafa litið dagsins ljós.

Man City: Hart, Corluka, Richards, Dunne, Ball, Hamann, Ireland, Elano, Castillo, Petrov, Vassell.

Varamenn: Schmeichel, Onuoha, Bianchi, Garrido, Gelson.

West Ham: Green, Neill, Ferdinand, Upson, McCartney, Ljungberg, Bowyer, Noble, Etherington, Boa Morte, Ashton.

Varamenn: Wright, Cole, Mullins, Spector, Faubert.

Newcastle - Stoke 4:1 leik lokið

Liam Lawrence  nær að laga stöðuna fyrir 1. deildarliðið og andartaki síðar er flautað til leiksloka. Newcastle mætir Arsenal á Emirates i 4. umferðinni.

Newcastle fer á kostum manni færri og er komið í 4:0. Damien Duff skoraði fjórða markið á 77. mínútu og Newcastle sækir Arsenal heim í fjórðu umferðinni. 

James Milner hefur bætt við þriðja markinu fyrir heimamenn á 68. mínútu og þar með er svo til víst að Newcastle verður mótherji Arsenal í 4. umferðinni. 

Newcastle er komið í 2:0 með marki frá Claudio Cacapa. Hann skoraði markið á 31. mínútu, tveimur mínútum eftir að samherja hans, Emre, var vikið af velli. 

Newcastle er orðið einum manni færra en Tyrkinn Emre var sendur í bað fyrir ljótt brot á 28. mínútu. 

Heimamenn, í skýjunum með ráðningu á Kevin Keegan, eru komnir yfir gegn Stoke og skoraði Michael Owen markið á 9. mínútu leiksins. Keegan er á meðal áhorfenda á St.James og eins og gefur að skilja hefur hann stolið senunni og stuðningsmenn Newcastle halda varla vatni yfir endurkomu hans til félagsins.

Newcastle: Given, Carr, Taylor, Cacapa, Jose Enrique, Milner, Emre, N'Zogbia, Duff, Viduka, Owen.

Varamenn: Harper, Rozehnal, Edgar, LuaLua, Carroll.

Stoke: Simonsen, Zakuani, Shawcross, Cort, Delap, Lawrence, Eustace, Pugh, Fuller, Cresswell, Parkin.

Varamenn: Hoult, Pericard, Diao, Pulis, Dickinson.

Havant & Waterlooville - Swansea 4:2 leik lokið

Havant & Waterlooville sem er í utandeildinni er komið í 4. umferðina eftir sigur á toppliði 2. deildarinnar. í 4. umferðinni mætir smáliðið sigursælasta knattspyrnuliði Bretlands, Liverpool, á það á Anfield.

Utandeildarliðið hefur aukið forskotið í tvö mörk að nýju með marki frá Tom Jordan á 65. mínútu en hann er sonur Joe Jordans sem gerði garðinn frægan með Leeds, Manchester United, AC Milan og fleiri liðum á árum áður.

Úrslitin eru hvergi nærri ráðin en eftir að hafa lent 3:0 undir gegn utandeildarliðinu hefur Swansea náð að minnka muninn í 3:2 með marki frá Jason Scotland. 

Swansea hefur ekki gefist upp því tveimur mínútum eftir að hafa lent 3:0 undir hefur 2. deildarliðið minnkað muninn með marki frá Guillem Bauza. 

Heimamenn fara á kostum og eru komnir í 3:0. Það má því fara að bóka að mótherjar Liverpool í 4. umferðinni á Anfield verður Havant & Waterlooville. Rocky Baptiste skoraði þriðja markið á 37. mínútu.

Utandeildarliðið er komið í 2:0 gegn toppliðinu í 2. deild. Jamie Collins  skoraði markið á 25. mínútu.


Richard Pacquette er búinn að koma utandeildarliðinu yfir en sigurvegarinn í þessum leik mætir Liverpool í 4. umferðinni.

Hereford - Tranmere 1:0 leik lokið

Hereford mætir Cardiff í 4. umferðinni.

Dean Ashton leikur í fremstu víglínu hjá West Ham.
Dean Ashton leikur í fremstu víglínu hjá West Ham. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert