Toppliðin þrjú fögnuðu öll útisigrum

Emmanuel Adebayor skorar fyrir Arsenal gegn Fulham á Craven Cottage.
Emmanuel Adebayor skorar fyrir Arsenal gegn Fulham á Craven Cottage. Reuters

Toppliðin þrjú, Manchester United, Arsenal og Chelsea fögnuðu öll sigrum á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. United hafði betur gegn Reading, 0:2, Arsenal lagði Fulham, 0:3 og Chelsea marði Birmingham, 0:1.

Textalýsing frá leikjunum er hér að neðan.

Reading - Manchester United 0:2 leik lokið

Landsliðsþjálfarinn Fabio Capello er á meðal áhorfenda á Madejski Stadium en Ítalinn hefur verið duglegur að sækja leiki í deildinni.

Leikurinn fer fjörlega af stað. Ronaldo er búinn að eiga tvær góðar marktilraunir á fyrstu 15 mínútunum og heimamenn hafa náð nokkrum góðum skyndisóknum.

Marcus Hahnemann ver glæsilega aukaspyrnu frá Owen Hargreaves sem stefndi upp í markvinkilinn að innanverðu.

Búið er að flauta til hálfleik á Madejski Stadium. Heimamenn hafa veitt meisturunum harða keppni og hafa ekki lagst í vörn. Staðan er 0:0 og gleymum því ekki að liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum á Old Trafford og er Reading eina liðið sem hefur náð í stig á heimavelli United.

Sir Alex Ferguson gerir breytingu á liði sínu í hálfleiknum. Ryan Giggs er kominn inná fyrir Park og tekur Giggs fyrirliðabandið af Rio Ferdinand.

Nani er kominn inná í liði Manchester United fyrir Hargreaves og með þessari skiptingu vill Ferguson auka sóknarþungan.

Manchester United er að landa þremur stigum. Cristiano Ronaldo skorar annað markið og sitt 17. í úrvalsdeildinni á tímabili eftir skyndisókn í uppbótartíma.

Steve Benett flautar til leiksloka. Ívar Ingimarsson lék allan tímann fyrir Reading og stóð fyrir sínu.

Wayne Rooney kemur Manchester United yfir, 0:1, á 76. mínútu. Tevez átti sendingu inn á teiginn og þar tók Rooney boltann á lofti og skoraði glæsilegt mark.

Lið Reading: Hahnemann, Murty, Shorey, Cisse, Ívar, Harper, Hunt, Convay, Kitson, Lita.

Varmenn: Federici, De La Cruz, Rosenior, Matejovsky, Long.

Lið Man Utd: Van der Sar, Brown, Ferdinand, Vidic, Evra, Ronaldo, Carrick, Hargreaves, Park, Rooney, Tevez.

Varamenn: Kuzsczak, O'Shea, Nani, Fletcher, Giggs.

Birmingham - Chelsea 0:1 leik lokið

Shaun Wright-Phillips þarf að fara af velli eftir hálftíma leik vegna meiðsla og tekur Claudio Pizarro stöðu hans.

James McFadden er kominn inná í liði Birmingham í sínum fyrsta leik fyrir félagið en skoski landsliðsmaðurinn gekk í raðir liðsins frá Everton í gær.

Perúmaðurinn Claudio Pizarro er búinn að brjóta ísinn fyrir Chelsea. Pizarro sem kom inná fyrir Shaun-Wright Pillips á 30. mínútu skoraði á 79. mínútu. Annað mark hans á tímabilinu.

Lið Birmingham: Maik Taylor, Stephen Kelly, Rafael Schmitz, Liam Ridgewell, Franck Queudrue, Sebastian Larsson, Fabrice Muamba, Damien Johnson, Oliver Kapo, Garry O'Connor, Cameron Jerome.

Varamenn: Colin Doyle, Mikael Forsell, Gary McSheffrey, James McFadden, Stuart Parnaby.

Lið Chelsea: Petr Cech, Juliano Belletti, Alex, Carvahlo, Cole, Shaun Wright, Makelele, Ballack, Joe Cole, Anelka, Malouda.

Varamenn: Cudicini, Sidwell, Pizarro, Bridge, Ben-Haim.

Fulham - Arsenal 0:3 leik lokið

Arsenal hefur náð forystunni á Craven Cottage. Emmanuel Adebayor skoraði með föstum skalla eftir sendingu frá Gael Clichy. 14. mark Tógómannsins í úrvalsdeildinni og er annar markahæstur á eftir Cristiano Ronaldo sem hefur skorað 16.

Emmanuel Adebayor er óstöðvandi en hann er búinn að koma Arsenal í 2:0 með öðru skallamarki á 38. mínútu. Arsenal er í toppsætinu eins og staðan er núna því Manchester United er að gera markalaust jafntefli.

Jimmy Bullard (Maraþonmaðurinn) er kominn inná í liði Fulham en hann hefur verið frá vegna alvarlegra hnémeiðsla í 16 mánuði.

Arsenal er að tryggja sér öruggan sigur en Tékkinn Tomas Rosicky var að koma Arsenal í 3:0.

Lið Fulham: Niemi, Volz, Hughes, Stefanovic, Bocanegra, Hyon, Smertin, Davis, Murphy, Davies, Demspey.

Varamenn: Warner, Healey, Kugi, Bullard, Baird.

Arsenal: Almunia, Sagna, Senderos, Gallas, Clichy, Hleb, Flamini, Fabregas, Rosicky, Adebayor, Eduardo.

Varamenn: Lehmann, Diaby, Silva, Bendtner, Hoyte.

Portsmouth - Derby 3:1 leik lokið

Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Portsmouth.

Nýliðar Derby eru komir yfir á Fratton Park og spurning hvort arfaslakt gengi Portsmouth ætli að halda áfram. Lewin Nyatanga skoraði markið á 5. mínútu.

Portsmouth jafnar 1:1 á 38. mínútu með marki frá Benjani. Fyrsta mark Portsmouth á heimavelli í 9 og hálfa klukkustund.

Benjani er í stuði en þessi snjalli framherji er búinn að koma heimamönnum í 2:1 eftir sendingu frá Hermanni Hreiðarssyni.

Benjani fullkomnar þrennu sína fyrir Portsmouth með marki á 55. mínútu eftir gott sampil með Pedro Mendes.

Hermann Hreiðarsson lék allan tímann fyrir Portsmouth.

Blackburn - Middlesbrough 1:1 leik lokið

David Wheater hefur komið gestunum í 0:1 með skallamarki eftir sendingu frá Stuart Downing.

Matt Derbyshire hefur jafnað fyrir heimamenn eftir að liðsmenn Middlesbrough höfðu farið illa með mörk góð færi.

Tottenham - Sunderland 2:0 leik lokið

Heimamenn byrja vel og Aaron Lennon er búinn að koma þeim yfir strax á 3. mínútu leiksins.

Robbie Keane gulltryggir sigur heimamanna með sínu 100. deildarmarki.

Carlos Tevez og Wayne Rooney leika í fremstu víglínu hjá …
Carlos Tevez og Wayne Rooney leika í fremstu víglínu hjá Manchester United. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert