Voronin frá í sex vikur

Andriy Voronin verður ekki með Liverpool næstu vikurnar.
Andriy Voronin verður ekki með Liverpool næstu vikurnar. Reuters

Staðfest hefur verið að Andriy Voronin, úkraínski knattspyrnumaðurinn hjá Liverpool, þurfi að fara í aðerð á ökkla og verði frá vegna hennar í sex vikur.

Voronin meiddist á æfingu í vikunni og eftir skoðun kom í ljós að meiðslin voru meiri en búist var við. Voronin, sem er 28 ára, kom til Liverpool frá Leverkusen síðasta sumar og hefur skorað þrjú mörk í ellefu leikjum með liðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert