Liverpool lenti í basli, Arsenal vann 3:0

Richard Pacquette, til vinstri, fagnar eftir að hafa komið Havant …
Richard Pacquette, til vinstri, fagnar eftir að hafa komið Havant & Waterlooville yfir á Anfield. Reuters

Utandeildaliðið Havant & Waterlooville komst tvívegis yfir á Anfield gegn Liverpool í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í dag en mátti að lokum sætta sig við ósigur, 5:2. Arsenal vann öruggan sigur á Newcastle, 3:0, en tíu bikarleikir voru í dag og einn í úrvalsdeildinni.

Úrvalsdeildarlið Derby féll úr keppni með tapi á heimavelli, 1:4, gegn 1. deildarliði Preston. Hermann Hreiðarsson og  félagar í Portsmouth lentu undir gegn Plymouth en náðu að knýja fram sigur, 2:1.

ÚRVALSDEILDIN:

Aston Villa - Blackburn 1:1
Scott Carson markvörður Villa varði vítaspyrnu frá Matt Derbyshire á 24. mínútu. Roque Santa Cruz skoraði fyrir Blackburn á 68. mínútu, 0:1, en Ashley Young jafnaði fyrir Villa, 1:1, á 73.  mínútu.

BIKARKEPPNIN:

Arsenal - Newcastle 3:0
Emmanuel Adebeyor kom Arsenal yfir á 51. mínútu með fallegu skoti úr vítateignum eftir að Eduardo hafði skotið í stöngina og út. Adebayor var svo aftur á ferð á 83. mínútu þegar hann kom Arsenal í 2:0 með góðri rispu. Á 88. mínútu tók Cesc Fabregas aukaspyrnu og Nicky Butt skallaði boltann í eigið mark, 3:0.

Lið Arsenal: Lehmann - Hoyte, Gallas, Senderos, Clichy - Diaby, Fabregas, Flamini, Rosický - Adebayor, Walcott.
Varamenn: Eduardo, Bendtner, Hleb, Gilberto, Fabianski.
Lið Newcastle: Given - Carr, Cacapa, Taylor, Enrique - N'Zogbia, Butt, Milner, Duff - Owen, Smith.

Derby - Preston 1:4
Karl Hawley kom 1. deildarliði Preston yfir á 14. mínútu og Simon Whaley bætti við marki á 33. mínútu, 0:2. Hawley var aftur á ferð á 45. mínútu, 0:3, en Rob Earnshaw minnkaði muninn fyrir Derby í 1:3 á 55. mínútu. Neil Mellor innsiglaði sigur Preston í lokin með marki úr vítaspyrnu eftir að Lewin Nyatanga hjá Derby fékk rauða spjaldið.

Liverpool - Havant & Waterlooville 5:2
Þau óvæntu tíðindi gerðust á 8. mínútu að Richard Pacquette kom utandeildaliðinu yfir á Anfield, 0:1, með skalla eftir hornspyrnu. Neil Sharp fór síðan illa með dauðafæri á 22. mínútu til að koma þessu óþekkta liði tveimur mörkum yfir. Lucas Leiva náði að jafna, 1:1, fyrir Liverpool á 27. mínútu. En ævintýrin héldu áfram því á 31. mínútu skoraði varnarmaður Liverpool, Martin Skrtel, sjálfsmark og Havant var komið yfir á ný, 1:2.!
Yossi Benayon náði að jafna fyrir Liverpool, 2:2, þegar ein mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Hann var svo aftur á ferð og kom Liverpool loks yfir, 3:2. Og Benayoun náði þrennunni þegar hann skoraði, 4:2, á 59. mínútu.
Peter Crouch innsiglaði sigur Liverpool þegar hann skoraði á síðustu mínútu leiksins, 5:2.

Lið Liverpool: Itandje - Finnan, Hyypiä, Skrtel, Riise - Benayoun, Lucas, Mascherano, Pennant - Babel, Crouch.
Varamenn: Torrres, Kuyt, Gerrard, Carragher, Martin.

Portsmouth - Plymouth 2:1
Chris Clark kom 1. deildarliði Plymouth yfir strax á 5. mínútu en Lassana Diarra jafnaði fyrir Portsmouth á 34. mínútu. Nico Kranjcar kom Portsmouth í 2:1 á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth og lék allan leikinn.

Barnet - Bristol Rovers 0:1
Coventry - Millwall 2:1
Oldham - Huddersfield 0:1
Peterborough - WBA 0:3
Southampton - Bury 2:0
Watford - Wolves 1:4

1.DEILD:

Burnley - Scunthorpe 2:0
Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Burnley en fór af velli á 77. mínútu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert