Sheffield United lagði Man.City

Michael Ball hjá Man.City og Kieth Gillespie hjá Sheffield United …
Michael Ball hjá Man.City og Kieth Gillespie hjá Sheffield United eigast við. Reuters

Sheffield United úr 1. deild sló úrvalsdeildarlið Manchester City út úr ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í dag með því að sigra, 2:1, í viðureign liðanna á Bramall Lane í Sheffield í dag.

Þetta var 16. og síðasti leikurinn í 5. umferð bikarkeppninnar og ekki einum einasta þeirra lauk með jafntefli, en það gerðist síðast árið 1957.

Sheffield United náði forystunni á 12. mínútu þegar Luton Shelton skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Lee Martins frá vinstri. Talsvert af blöðrum var fjúkandi um vítateiginn, boltinn fór í eina þeirra þannig að Michael Ball varnarmaður City missti af honum og Shelton nýtti sér það til hins ítrasta!

Jonathan Stead kom Sheffield United í 2:0 á 24. mínútu þegar hann skoraði eftir fyrirgjöf frá Derek Geary.

Átján ára varamaður, Daniel Sturridge, kom inná hjá City í hálfleik og strax á 48. mínútu skoraði hann glæsilegt mark, 2:1, með skoti í þverslána og inn eftir hornspyrnu.

Lið City: Hart - Ball, Corluka, Dunne, Onuoha - Vassell, Gelson, Elano, Hamann, Petrov - Mpenza.
Varamenn: Ireland, Sturridge, Geovanni, Sun, Schmeichel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert