Eiður Smári Guðjohnsen er í dag orðaður við enska knattspyrnuliðið Bolton Wanderers í enskum netmiðlum. Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton, staðfesti að hann hefði hug á að reyna að fá Eið lánaðan frá Barcelona út þetta tímabil.
Megson sagði við netmiðilinn Sentana Sports að Eiður væri vinsæll hjá stuðningsmönnum Bolton og hann væri sú tegund af leikmanni sem myndi henta liðinu vel í baráttunni fyrir áframhaldandi sæti í úrvalsdeildinni.
Eiður Smári lék með Bolton frá 1998 til 2000 og náði sér vel á strik þar eftir að hafa verið frá keppni í tvö ár þar á undan vegna alvarlegra meiðsla. Hann var seldur þaðan til Chelsea sumarið 2000.