Arsenal er komið með þriggja stiga forskot á Manchester United í efsta sæti úrvalsdeildarinnar eftir auðveldan, 3:0, sigur á Newcastle í kvöld. Emmanuel Adebayor, Mathieu Flamini og Cesc Fabregas skoruðu mörk Lundúnarliðsins. Middlesbrough og Sunderland fögnuðu mikilvægum sigrum í botnbaráttunni en Íslendingaliðið Bolton varð að láta sér lynda markalaust jafntefli.
Arsenal - Newcastle 3:0 (leik lokið)
Mike Riley hefur flautað til leiksloka. Arsenal leggur Newcastle, 3:0, í annað sinn á fjórum dögum.
79. Cesc Fabregas skorar þriðja mark Arsenal með föstu vinstri fótarskoti eftir góðan undirbúning frá Dananum Nicklas Bendtner. Rangstöðulykt að markinu en það stendur og staðan 3:0 eins og úrslitin urðu í bikarleik liðanna á laugardaginn.
72. Mathieu Flamini kemur Arsenal í 2:0 með glæsilegu skoti af um 25 metra færi. Shaun Given markvörður Newcastle átti enga möguleika enda smurði boltinn samskeytin að innanverðu. Frábært mark hjá Frakkanum.
Kevin Keegan ákveður að skella vandræðagemlingnum Joey Barton inná á 56. mínútu en Newcastle hefur byrjað ágætlega í seinni hálfleik og hefur greinilega fært lið sitt framar á völlinn.
Mike Riley hefur flautað til leikhlés og er Arsenal, 1:0. Heimamenn hafa haft mikla yfiruburði og Newcastle í raun heppið að vera ekki meira undir.
40. mín. Emmanuel Adebayor skorar með skalla af stuttu færi eftir fallega sókn og góða fyrirgjöf frá Flamini. Markið lá svo sannarlega í loftinu. 16. mark Tógómannsins í úrvalsdeildinni en Cristiano Ronaldo, Manhester United, er markahæstur með 17 mörk.
Kevin Keegan er að stýra liði Newcastle í þriðja sinn og á enn eftir að sjá sína menn skora.
Newcastle hefur átt í vök að verjast gegn Arsenal fyrstu 15 mínútur leiksins en heimamenn hafa nokkrum sinnum verið hársbreidd frá því að opna vörn Newcastle.
Liðin áttust við á sama stað í 4. umferð ensku bikarkeppninnar á laugardaginn þar sem Arsenal hafði betur, 3:0.
Með sigri nær Arsenal þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Manchester United sem hefur jafnmörg stig og Arsenal á leik gegn Portsmouth annað kvöld.
Arsenal: Almunia, Sagna, Gallas, Senderos, Clichy, Diaby, Fabregas, Flamini, Hleb, Adebayor, Eduardo. Varamenn: Lehmann, Silva, Bendtner, Justin Hoyte, Walcott.
Newcastle: Given, Carr, Taylor, Cacapa, N'Zogbia, Milner, Butt, Rozehnal, Duff, Smith, Owen. Varamenn: Harper, Barton, Ameobi, Edgar, LuaLua.
Bolton - Fulham 0:0 (leik lokið)
Markalaust jafntefli niðurstaðan á Reebok Stadium. Grétar Rafn Steinsson lék allan tímann og átti fínan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik, og Heiðar Helguson lék síðustu 10 mínútur leiksins.
Heiðar Helguson kemur inná í lið Bolton á 82. mínútu. Fyrsti leikur Dalvíkingsins síðan í ágúst en hann hefur átt við þrálát ökklameiðsli að stríða.
Grétar á góða marktilraun á 20. mínútu en bakfallsspyrna hans úr víteignum fer naumlega yfir markið.
Grétar Rafn Steinsson er í byrjunarliði Bolton og Heiðar Helguson er á meðal varamanna.
Bolton: Jaaskelainen, Grétar Rafn, Andrew O'Brien, Michalik, Gardner, Joey O'Brien, Guthrie, McCann, Nolan, Taylor, Davies. Varamenn: Al Habsi, Samuel, Heiðar, Teymourian, Cohen.
Fulham: Niemi, Baird, Hughes, Hangeland, Konchesky, Volz, Andreasen, Murphy, Bullard, Davies, Dempsey. Varamenn: Warner, Bocanegra, Christanval, Healy, Bouazza.
Middlesbrough - Wigan 1:0 (leik lokið)
Jeremie Aliadiere kemur heimamönnum með fallegu marki á 22. mínútu í þessum mikla fallslag á Riverside vellinum.
Middlesbrough: Schwarzer, Young, Huth, Wheater, Grounds, O'Neil, Arca, Rochemback, Downing, Aliadiere, Sanli. Varamenn: Turnbull, Riggott, Mido, Cattermole, Johnson.
Wigan: Kirkland, Melchiot, Bramble, Scharner, Kilbane, Valencia, Brown, Palacios, King, Heskey, Bent. Varamenn: Pollitt, Taylor, Sibierski, Koumas, Boyce.
Sunderland - Birmingham 2:0 (leik lokið)
Roy Keane og strákarnir hans í Sunderland unnu gríðarlega mikilvægan sigur og komust úr fallsæti með sigrinum.
Sunderland er að lyfta sér úr fallsæti en liðin er komið í 2:0 gegn Birmingham á Leikvangi ljóssins. Varamaðurinn Rade Prica skoraði markið á 66. mínútu í sínum fyrsta leik með liðinu.
Heimamenn eru komnir í 1:0 með marki frá Daryl Murphy af stuttu færi á 16. mínútu leiksins.
Sunderland: Gordon, Bardsley, Nosworthy, Evans, Collins, Whitehead, Miller, Yorke, Murphy, Stokes, Jones. Varamenn: Fulop, McShane, O'Donovan, Waghorn, Prica.
Birmingham: Maik Taylor, Kelly, Ridgewell, Schmitz, Queudrue, Larsson, Johnson, Muamba, Kapo, Jerome, McFadden. Varamenn: Doyle, O'Connor, Forssell, Zarate, Parnaby.