Mikil ánægja hjá Derby með nýja eigendur

aul Jewell er ánægður með nýja eigendur Derby.
aul Jewell er ánægður með nýja eigendur Derby. Reuters

Nýir eigendur Derby, bandaríska fyrirtækið General Sports and Entertainment, GSE, stefna að því að gera félagið þannig að það verði nokkuð stöðugt meðal bestu liða Englands. „Ef við getum byggt á þessum sterka grunni sem fyrir er þá er engin ástæða til annars en Derby tryggi stöðu sína í úrvalsdeildinni,“ sagði Andy Appleby, stjórnarformaður GSE.

Paul Jewell, knattspyrnustjóri félagsins, segist ánægður með þessar breytingar. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég kom hingað í nóvember var að þetta stóð til og ég vonaðist til að þetta gengi eftir. Nú hefur það gerst og ég er ánægður með það,“ sagði Jewell.

Hann hefur ákveðnar skoðanir og vonir um framtíð félagsins. „Mikið hefur breyst hjá félaginu á stuttum tíma en ef okkur tekst að byggja þetta rétt upp frá grunni vonumst við til að Derby verði stórt félag á nýjan leik. Nýir eigendur hafa sömu væntingar og ég og ég er spenntur að fá tækifæri til að gera Derby af einu af tíu bestu félögum Englands,“ sagði Jewell.

Adam Pearson heldur stöðu sinni sem stjórnarformaður félagsins. Hann staðfesti að mikið fé komi á bankabók félagsins við þessi tíðindi og sagði að 50 milljónir punda, sem nefnt hafði verið, væri ekki fjarri lagi.

Appleby kemur í stjórn félagsins og Tom Glick, sem er fyrrum markaðsstjóri hjá New Jersey Nets í NBA körfunni, verður forseti og framkvæmdastjóri. Annar GSE-maður, Tim Hinchey, verður aðstoðarframkvæmdastjóri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert