Alex Ferguson: Besta aukaspyrna í sögu úrvalsdeildarinnar

Cristiano Ronaldo fagnar öðru marki sínu á Old Trafford í …
Cristiano Ronaldo fagnar öðru marki sínu á Old Trafford í kvöld ásamt Wayne Rooney. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United átti ekki til orð til lýsa yfir hrifningu sinni á síðara mark Cristiano Ronaldo sem hann skoraði beint úr aukaspyrnu gegn Portsmouth á Old Trafford í kvöld. Ferguson telur að aukaspyrnan sé sú besta hann hann hefur orðið vitni að í úrvalsdeildinni frá upphafi.

,,Spyrnur David Beckhams voru afar góðar og sömuleiðis hjá Eric Cantona en spyrnur Ronaldos eru undraverðar og ég held að þetta sé besta mark sem ég hef séð skorað úr í úrvalsdeildinni. Enginn markvörður í heimi hefði getað varið skotið,“ sagði Ferguson sem var afar ánægður með leik sinna manna.

„Ég trúi því varla að við höfum bara skorað tvö mörk. Lið mitt lék afar vel og einn þann besta á tímabilinu. Við ætluðum okkur á toppinn enda mikil álag fram undan í mörgum keppnum,“ sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert