Curbishley varar eigendur Liverpool við

Alan Curbishley.
Alan Curbishley. Reuters

Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, segir að eigendur Liverpool verði að læra ýmislegt í sambandi við rekstur á knattspyrnuliði, annars geti illa farið. West Ham tekur í kvöld á móti Liverpool í ensku deildinni.

Knattspyrnustjórinn segir að þeir George Gillett og Tom Hicks eigendur Liverpool, verði að gera sér grein fyrir hvernig hefðin er á Englandi varðandi knattspyrnuna, annars eigi þeir á hættu að eyðileggja hana og sögu félagsins. Mikið gekk á í herbúðum Liverpool á dögunum þegar annar eigandi liðsins viðurkenndi að hafa rætt við Jürgen Klinsmann um að hann tæki hugsanlega við af Rafael Benítez sem knattspyrnustjóri félagsins.

Curbishley segist eiga mjög góð samskipti við Björgólf Guðmundsson, íslenskan eigenda West Ham. „Við ræðum málin oft og hann lætur mig um það sem að mér snýr og það er fínt. Það er ýmislegt sem stjórnarformenn knattspyrnufélaga verða að gera sér grein fyrir. Þeir þurfa að skilja hefðir og sögu félagsins, jafnvel þó þeir séu nýir í starfinu. Þeir telja ef til vill að þetta sé eins og hvert annað fyrirtæki, en knattspyrnan er ekki þannig. Hún er allt öðruvísi og það þurfa menn að gera sér grein fyrir,“ segir Curbishley.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka