Beckham á möguleika áfram

Fabio Capello er búinn að velja sinn fyrsta hóp.
Fabio Capello er búinn að velja sinn fyrsta hóp. Reuters

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, segir að David Beckham eigi áfram möguleika á að spila með landsliðinu þó hann sé ekki í 30 manna hópi sem Capello birti rétt í þessu. Michael Owen er í hópnum, enda þótt fullyrt hafi verið fyrr í dag að hann yrði ekki valinn.

Tveir nýliðar eru í hópnum, báðir frá Aston Villa, þeir Gabriel Agbonlahor og Curtis Davies.

"Ástæðan fyrir því að David er ekki í hópnum er sú að hann hefur nánast ekkert spilað síðan í nóvember. Ég ræddi við David í síma í gær og sagði honum að hann væri áfram í mínum áætlunum og eftir að hann byrjar að spila reglulega í Bandaríkjunum á ný, mun ég fylgjast vel með honum," sagði Capello á vef enska knattspyrnusambandsins.

Paul Robinson er ekki í hópi þeirra þriggja markvarða sem Capello valdi en 30 manna hópurinn er þannig fyrir vináttuleikinn gegn Sviss þann 6. febrúar:

Markverðir:
David James, Portsmouth 35/0
Scott Carson, Aston Villa 2/0
Chris Kirkland, Wigan 1/0

Aðrir leikmenn:
Wayne Bridge, Chelsea 27/1
Ashley Cole, Chelsea 61/0
Curtis Davies, Aston Villa 0/0
Rio Ferdinand, Man.Utd 64/2
Glen Johnson, Portsmouth 5/0
Ledley King, Tottenham 19/1
Nicky Shorey, Reading 2/0
Wes Brown, Man.Utd 14/0
Joleon Lescott, Everton 4/0
Micah Richards, Man.City 11/1
Matthew Upson, West  Ham 7/0
Jonathan Woodgate, Tottenham 6/0
Michael Carrick, Man.Utd 14/0
Steven Gerrard, Liverpool 63/12
Gareth Barry, Aston Villa 16/0
Jermaine Jenas, Tottenham 17/0
Owen Hargreaves, Man.Utd 39/0
Joe Cole, Chelsea 47/7
Ashley Young, Aston Villa 1/0
Stewart Downing, Middlesbrough 16/0
Shaun Wright-Phillips, Chelsea 18/3
David Bentley, Blackburn 2/0
Emile Heskey, Wigan 45/5
Gabriel Agbonlahor, Aston Villa 0/0
Michael Owen, Newcastle 88/40
Wayne Rooney, Man.Utd 40/14
Peter Crouch, Liverpool 24/14

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert