El Hadji Diouf leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, var einn af þremur leikmönnum landsliðs Senegal sem voru settir út úr liðinu fyrir lokaleik liðsins gegn Suður-Afríku í Afríkukeppninni. Diouf braut agareglur liðsins þegar hann fór út á lífið með Tony Sylva markverði liðsins og miðjumanninum Ousmane Ndoye.
Senegal þurfti að leggja Suður-Afríku til þess að eiga möguleika á því að komast í 8-liða úrslit en liðin skildu jöfn, 1:1, í kvöld.
Henri Camara framherji hjá Wigan sem leikur með sem lánsmaður hjá West Ham skoraði mark Senegal en Elrio van Heerden skoraði fyrir Suður-Afríku. Angóla og Túnis komust áfram úr þessum riðli.
Þetta er í annað sinn sem Diouf er settur út úr landsliðshóp Senegal fyrir agabrot og gerði hann það sama í fyrra skiptið. Hann braut agareglur liðsins og fór út að kanna næturlífið.
Diuof hefur lent í ýmsum málum á ferli sínum sematvinnumaður. Hann var úrskurðaður í fjögurra leikja bann árið 2004 fyrir að hrækja á dómara í landsleik. Hann gaf það út sumarið 2007 að hann væri hættur að leika með Senegal en þrátt fyrir þá yfirlýsingu var hann valinn í liðið fyrir Afríkumótið.