Diouf í vanda enn og aftur

El Hadji Diouf.
El Hadji Diouf. Reuters

El Hadji Diouf leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, var einn af þremur leikmönnum landsliðs Senegal sem voru settir út úr liðinu fyrir lokaleik liðsins gegn Suður-Afríku í Afríkukeppninni. Diouf braut agareglur liðsins þegar hann fór út á lífið með Tony Sylva markverði liðsins og miðjumanninum Ousmane Ndoye.

Senegal þurfti að leggja Suður-Afríku til þess að eiga möguleika á því að komast í 8-liða úrslit en liðin skildu jöfn, 1:1, í kvöld.

Henri Camara framherji hjá Wigan sem leikur með sem lánsmaður hjá West Ham skoraði mark Senegal en Elrio van Heerden skoraði fyrir Suður-Afríku. Angóla og Túnis komust áfram úr þessum riðli.

Þetta er í annað sinn sem Diouf er settur út úr landsliðshóp Senegal fyrir agabrot og gerði hann það sama í fyrra skiptið. Hann braut agareglur liðsins og fór út að kanna næturlífið.

Diuof hefur lent í ýmsum málum á ferli sínum sematvinnumaður. Hann var úrskurðaður í fjögurra leikja bann árið 2004 fyrir að hrækja á dómara í landsleik. Hann gaf það út sumarið 2007 að hann væri hættur að leika með Senegal en þrátt fyrir þá yfirlýsingu var hann valinn í liðið fyrir Afríkumótið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Pétur Björn Jónsson: Kuyt
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka