Poyet ánægður með Woodgate

Woodgate vinnur hér skallaeinvígi við Andrew Johnson.
Woodgate vinnur hér skallaeinvígi við Andrew Johnson. Reuters

Gus Poyet, aðstoðarknattspyrnustjóri Tottenham, var mjög ánægður með framlag nýjasta leikmanns félagsins í leiknum við Everton í gærkvöldi. „Hann [Jonathan Woodgate} var einfaldlega frábær,“ sagði Poyet eftir leikinn.

Woodgate kom til Tottenham frá Middlesbrough í vikunni og var með í markalausu jafntefli við Everton í gær. „Við vorum mjög ánægðir með hvernig hann lék. Hann er leiðtogi og sýndi það strax í sínum fyrsta leik. Hann vann alla skallabolta og tók góðar ákvarðanir,“ sagði aðstoðarstjórinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Sigurður Elvar Þórólfsson: Uno
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka