Kuyt ekki valinn í hollenska landsliðið

Dirk Kuyt út í kuldann.
Dirk Kuyt út í kuldann. Reuters

Hollenski framherjinn Dirk Kuyt, sem leikur með Liverpool, var ekki í náðinni hjá Marco van Basten, landsliðsþjálfara Hollands, þegar hann valdi 21 leikmann í landsliðshópinn sem mætir Króötum í vináttulandsleik í næstu viku.

Kuyt lék sinn fyrsta landsleik í september 2004 undir stjórn Van Basten og hefur leikið 35 af 43 landsleikjum sem Van Basten hefur stjórnað hollenska liðinu. 

Landsliðshópurinn er þannig:

Markverðir: Edwin van der Sar (Manchester United), Maarten Stekelenburg (Ajax Amsterdam)

Varnarmenn: Wilfred Bouma (Aston Villa), Tim de Cler (Feyenoord), John Heitinga (Ajax ), Joris Mathijsen (Hamburg), Mario Melchiot (Wigan ), André Ooijer (Blackburn).

Miðjumenn: Ibrahim Afellay (PSV Eindhoven), Giovanni van Bronckhorst (Feyenoord), Orlando Engelaar (Twente), Nigel de Jong (Hamburg), Denny Landzaat (Feyenoord), Clarence Seedorf (AC Milan), Wesley Sneijder (Real Madrid), Rafael van der Vaart (Hamburg), Demy de Zeeuw (AZ Alkmaar).

Framherjar: Ryan Babel (Liverpool), Klaas Jan Huntelaar (Ajax), Ruud van Nistelrooy (Real Madrid), Jan Vennegoor of Hesselink (Celtic)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert