Benjani kominn til City

Benjani Mwaruwari er orðinn liðsmaður Manchester City.
Benjani Mwaruwari er orðinn liðsmaður Manchester City. Reuters

Félagaskipti Benjani Mwaruwari frá Portsmouth til Manchester City eru gengin í gegn og greiðir City 3,8 milljónir punda fyrir framherjann sem jafngildir um 485 milljónum íslenskra króna.

Ekki tókst að ganga frá félagaskiptunum áður en félagaskiptafresturinn rann út á miðnætti síðastliðinn fimmtudag en stjórn ensku úrvalsdeildarinnar ákvað að gefa grænt ljós á félagaskiptin í dag.

Benjani, sem er frá Zimbabwe, kom til Portsmouth frá franska liðinu Auxerre árið 2006. Hann lék 69 leiki fyrir Portsmouth og skoraði í þeim 19 mörk en hann hefur skorað 12 mörk í úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili og er í 3.-4. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert