Megson geymdi peningana sem hann fékk fyrir Anelka

Gary Megson knattspyrnustjóri Bolton.
Gary Megson knattspyrnustjóri Bolton. Reuters

Gary Megson knattspyrnustjóri Bolton segist enn eiga eftir 15 milljónir punda, upphæðina sem félagið seldi Nicolas Anelka á til Chelsea, þrátt fyrir að hafa fengið Grétar Rafn Steinsson, Tamir Cohen, Matt Taylor og Gary Cahill í janúarglugganum.

„Þeir peningar sem við eyddum í janúarglugganum voru ekki þeir sem við fengum við söluna á Nicolas Anelka. Þeir eru í geymslu og koma að notum síðar," segir Gary Megson í viðtali við The Sun í dag.

Upphæðin 15 milljónir punda, um 2 milljarðar íslenskra króna, verður því til brúks fyrir Megson þegar félagaskiptaglugginn opnast á nýjan leik í sumar en lið Bolton hefur verið að rétta úr kútnum og vann sinn fyrsta útisigur í 10 mánuði þegar það lagði Reading um síðustu helgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert