Sir Alex öskuillur

Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United.
Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United er afar ósáttur svo ekki sé meira sagt við forkólfa ensku úrvalsdeildarinnar fyrir að leka hugmyndum sínum, um að færa leiki í ensku úrvalsdeildinni út fyrir England í framtíðinni, í fjölmiðla áður en þeir kynntu málið fyrir knattspyrnustjórum og leikmönnum úrvalsdeildarliðanna.  

Ferguson var heitt í hamsi þegar hann var spurður út í þessi mál á vikulegum fréttamannafundi á Old Trafford í dag og hann neitaði að tjá sig um hvort hann væri fylgjandi því að spila eina aukaumferð utan Englands og í borgun eins og Bankok, Peking eða Boston.

„Ef þeir ætla að gera þetta þá hefðu þeir átt að ræða við okkur knattspyrnustjórana fyrst og kynna þetta fyrir okkur og leikmönnum í stað þess að blaðra þessu fyrst í fjölmiðla. Þessir menn geta ekki þagað yfir neinu. David Gill framkvæmdastjóri okkar hringdi í mig í gær og sagði; haltu þessu leyndu, við eigum eftir að ræða þetta. Svo er þetta út um allt í blöðunum í dag,“ sagði Ferguson.

„Þar til ég hef rætt við David Gill og hef kynnt mér meira um málið þá hef ég ekkert að segja um þetta. Ef að þessu verður þá munu þessi leikir ekki fara fram fyrr í fyrst í janúar 2011 og þá verð ég ekki hér,“ sagði Ferguson og brosti út í annað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert