Cristiano Ronaldo var í dag útnefndur besti leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni og Alex Ferguson knattspyrnustjóri mánaðarins. Manchester United hrósaði því tvöföldum sigri í kjörinu.
Ronaldo hlaut viðurkenninguna í þriðja sinn en hann skoraði sex mörk í janúar og er markahæstur í deildinni með 19 mörk.
Ferguson hreppti sína viðurkenningu í 20. skipti en í fyrsta skipti í ellefu mánuði, eða síðan í febrúar 2007. United vann alla fjóra deildaleiki sína í janúar og burstaði m.a. Newcastle 6:0.