Benítez: Tvö töpuð stig

Michael Ballack hjá Chelsea og Steven Gerrard hjá Liverpool í …
Michael Ballack hjá Chelsea og Steven Gerrard hjá Liverpool í kapphlaupi um boltann á Stamford Bridge. Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði að hann liti á jafnteflið gegn Chelsea á Stamford Bridge í dag sem tvö töpuð stig en leikurinn endaði 0:0.

Chelsea lék sinn 76. heimaleik í röð í úrvalsdeildinni án taps en Liverpool gerði sitt ellefta jafntefli í deildinni í vetur, og er með fleiri slík en nokkurt annað lið.

„Fyrir leikinn hefði ég sagt að það yrði gott að fara héðan með eitt stig en að honum loknum verð ég að segja að þetta hafi verið tvö töpuð stig. Við erum vonsviknir en það er ekki auðvelt að fá stig hér yfirleitt og fyrst þau urðu ekki þrjú, þá var að sjálfsögðu skárra að gera jafntefli en að tapa.

Við spiluðum til sigurs og tvisvar eða þrisvar vorum við komnir í upplögð færi en vantaði að reka á það endahnútinn. Ef við spilum svona áfram, munum við vinna fjölda leikja áður en tímabilið er úti. Ef við vinnum þann leik sem við eigum til góða, erum við í fjórða sæti, og svo verðum við að reyna að bæta ofan á það," sagði Benítez við fréttamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert