Ferguson spáir æsispennandi baráttu um titilinn

Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United spáir því að slagurinn um enska meistaratitilinn í vor verði harðari en nokkru sinn fyrr en þegar tólf umferðir eru eftir hefur Arsenal 63 stig, Manchester United 58 og Chelsea 55.

Ferguson sagði í viðtali við Sky Sports í dag að vissulega væri staða Arsenal góð eftir úrslitin í síðustu umferð en að fenginni reynslu segir að úrslitin séu hvergi nærri ráðin og að margt geti enn gerst í toppbaráttunni.

„Þetta var þýðingarmikil helgi fyrir Arsenal þar sem við töpuðum okkar leik og Chelsea tapaði stigum. En eins og ég sagði fyrir nokkrum vikum þá munu öll toppliðin tapa stigum og það er enn löng leið eftir. Ég sé fyrir mér að spennan verði mikil á lokasprettinum eitthvað sem áhorfendur munu kunna að meta og þeir sem eru hlutlausir munu hrífast með. Við erum meðvitaðir hvað við þurfum að gera en Arsenal á eftir að heimsækja okkur og einnig Chelsea,“ sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert