Barcelona vill fá Wenger

Arsene Wenger er númer eitt hjá forráðamönnum Barcelona.
Arsene Wenger er númer eitt hjá forráðamönnum Barcelona. Reuters

Dagblaðið El Mundo Deportivo, sem gefið er út í Barcelona, fullyrðir í dag að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sé efstur á óskalista forráðamanna Barcelona sem arftaki Franks Rijkaards.

Mikil umræða hefur verið á Spáni um framtíð Rijkaards hjá félaginu og almennt er talið að hann verði látinn fara ef Barcelona vinnur ekki titil á tímabilinu. Eins og staðan er núna virðist langsótt að félagið verði spænskur meistari því Real Madrid er með átta stiga forystu í 1. deildinni og ekki líklegt til að láta hana af hendi.

Þeir José Mourinho og Marco van Basten hafa áður verið orðaðir við Barcelona en El Mundo Deportivo fullyrðir í dag að Wenger sé núna númer eitt og félagið muni reyna af öllum mætti að fá hann í sínar raðir.

Wenger hefur stýrt Arsenal frá 1996 og skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við enska toppliðið í september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert