Óttast framherja hvor annars

Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson hafa marga hildi háð …
Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson hafa marga hildi háð og eru báðir miklir keppnismenn. Reuters

Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger óttast framherja hvors annars fyrir leik liðanna á í bikarkeppninni á Old Trafford á morgun. Cristiano Ronaldo og Emmanuel Adebayor hafa verið í miklu markastuði á leiktíðinni, Ronaldo hefur skorað 27 mörk, þar af 19 í úrvalsdeildinni, og Adebayor 22, þar af 19 í úrvalsdeildinni.

„Adebayor hefur skorað 12 mörk í síðustu 9 leikjum og það sýnir að drengurinn er sjóðandi heitur,“ segir Ferguson um Tógómanninn.

„Eina leiðin til að stöðva Ronaldo er að láta hann verjast í leiknum,“ segir Wenger um Portúgalann en Ronaldo sem hefur verið í lykilhlutverki í sóknarleik ensku meistaranna á tímabilinu.

Báðir knattspyrnustjórarnir hafa gefið í skyn að þeir ætli ekki að tefla fram sínum sterkustu mönnum þar sem liðin eiga bæði að spila í Meistaradeildinni á miðvikudag, Arsenal gegn Evrópumeisturum AC Milan og United á móti Frakklandsmeisturum Lyon.

„Ég held að hvorugt liðið verði skipað þeim leikmönnum sem reikna með. Ég ætla að gera nokkrar breytingar á mínu liði,“ segir Ferguson.

Wenger segist vera tilneyddur að gera breytingar því nokkuð er um meiðsli í leikmannáhópi hans og þá spilar Bacary Sagna ekki af persónulegum ástæðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert