Stoke í toppsætið

Tony Pulis knattspyrnustjóri Stoke City.
Tony Pulis knattspyrnustjóri Stoke City. Reuters

Gamla Íslendingaliðið Stoke City skaust í kvöld í toppsæti ensku 1.deildarinnar þegar liðið bar sigurorð af botnliði Scunthorpe, 3:2, á heimavelli sínum, Britannia.

Það leit þó ekki út fyrir sigur Stoke þegar flautað var til leikhlés því gestirnir voru 2:0 yfir. Heimamenn voru ekki að baki dottnir og tryggðu sér sigur með þremur mörkum á fyrstu 20 mínútunum í síðari hálfleik.

Liam Lawrence skoraði tvö marka Stoke og Richard Cresswell eitt. Stoke hefur 59 stig í efsta sæti, Watford er með 58, Bristol City 57 og WBA 55 en öll liðin hafa lokið 32 leikjum af 46.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert