Spennan og taugastríðið magnast fyrir risaslag Manchester United og Arsenal en liðin mætast í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á Old Trafford í dag. William Gallas fyrirliði Arsenal segir í viðtali við tímaritið GQ að sumir leikmanna United séu helst til of hrokafullir og að Cristiano Ronaldo sé ofmetinn leikmaður.
„Manchester United er sterkt lið sem hefur marga reynda leikmenn innanborðs. En stundum finnst mér að leikmenn United haldi að þeir séu of góðir og eru hrokafullir. Okkar lið hefur alla burði til að vinna titla en ég veit að það verður erfitt fyrir Manchester United,“ segir Gallas við GQ.
Um Cristiano Ronaldo, lykilmann í liði Manchester United sem hefur skorað 27 mörk á leiktíðinni segir Gallas.
„Það er ekki auðvelt að mæta honum en er heldur ekkert erfitt að verjast honum. Á stundum finnst mér hann svolítið ofmetinn leikmaður.“