Liverpool úr leik í bikarnum

Rafael Benítez má svo sannarlega vera fúll og nú er …
Rafael Benítez má svo sannarlega vera fúll og nú er spurning hvort hann haldi starfi sínu. Reuters

Liverpool er úr leik í ensku bikarkeppninni eftir tap á heimavelli gegn 1. deildarliði Barnsley. Gestirnir unnu frækinn sigur, 2:1, og skoraði fyrirliðinn Brian Howard sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Chelsea lenti í vandræðum með 2. deildarlið Huddersfield en tókst að lokum að innbyrða 3:1 sigur.

Liverpool - Barnsley 1:2 leik lokið

20 mínútu eru liðnar af leiknum á Anfield og eiga liðsmenn Barnsley í fullu tré við úrvalsdeildarliðið.

Charles Itandje markvörður Liverpool kemur sínum mönnum til bjargar á 27. mínútu en honum tókst að verja frá Daniel Nardiello sem var kominn í gott færi. Besta færið í leiknum.

Xabi Alonso á góða marktilraun en Luke Steel markvörður Barnsley gerir vel með því að slá boltann í horn.

Búið er að flauta til leikhlés á Anfield þar sem Liverpool er 1:0 yfir. Rétt í þann mund sem Martin Atkinson flautaði til hálfleiks varði Luke Steel glæsilega góðan skalla frá Peter Crouch.

32. Hollendingurinn Dirk Kuyt kemur Liverpool yfir eftir góðan undirbúning frá landa sínum, Ryan Babel. Lengi hefur verið beðið eftir marki frá Kuyt en þetta er fyrsta mark hans í 14 leikjum. Babel lék á tvo varnarmenn Barnsley, komst upp að endamörkum þar sem hann sendi boltann á Kuyt sem skoraði af öryggi.

56. Stephen Foster jafnar fyrir Barnsley með skallamarki eftir frábæra fyrirgjöf frá Martin Devaney.

Liverpool var afar nálægt því að komast yfir rétt í þann mund sem fagnaðarlátum Barnsley var að ljúka. Benayoun og Crouch komust í upplögð færi í sömu sókninni en varnarmenn Barnsley björguðu meistaralega í bæði skiptin.

Luke Steel markvörður Barnsley heldur sínum mönnum á floti en í tvígang á skömmum tíma ver hann meistaralega, fyrst skalla frá Lucasi og rétt á eftir þrumuskot frá Benayoun.

Rafael Benítez ákveður að skella fyrirliðanum Steven Gerrard inná á 70. mínútu leiksins.

Liverpool pressar stíft að marki Barnsley og Harry Kewell er hársbreidd frá því að skora en þrumuskot hans fór í slá og yfir.

90. Fyrirliðinn Brian Howard tryggir Barnsley sigurinn með hnitmiðuðu skoti því andartaki síðar er flautað til leiksloka. Liverpool er úr leik og spurning hvort Rafael Benítez fái ekki að taka pokann.

Liverpool: Charles Itandje, Steve Finnan, Sami Hyypia, Jamie Carragher, John Arne Riise, Xabi Alonso, Yossi Benayoun, Lucas Leiva, Peter Crouch, Dirk Kuyt, Ryan Babel. Varamenn: Harry Kewell, Steven Gerrard, Jermaine Pennant, David Martin, Alvaro Arbeloa.

Barnsley: Luke Steel, Stephen Foster, Robert Kozluk, Bobby Hassell, Martin Devaney, Brian Howard, Anderseon De Silva, Diego Leon, Daniel Nardiello, Istan Ferenczi, Dennis Souza.

Chelsea - Huddersfield 3:1 leik lokið

18. Frank Lampard er búinn að koma bikarmeisturunum yfir á Stamford Bridge. Þetta er tímamótamark hjá Lampard en markið er hans 100. fyrir félagið.

John Terry fyrirliði Chelsea kemur sínum mönnum til bjargar með því að bjarga kollspyrnu frá Nathan Clarke af marklínu á 38. mínútu leiksins.

45. Annarrar deildarliðið jafnar metin á Stamford Bridge. Michael Collins var þar af verki þegar hann skoraði af öryggi framhjá Carlo Cudicini og fáum andartökum seinna var flautað til hálfleiks. Þessi sömu lið áttust við í bikarnum fyrir tveimur árum þar sem Chelsea hafði betur, 2:1, og skoraði Eiður Smári Guðjohnsen sigurmarkið seint í síðari hálfleik.

60. Frank Lampard skorar sitt annað mark í leiknum og það 101 fyrir félagið og Chelsea er komið í 2:1 gegn 2. deildarliði Huddersfield.

71. Chelsea er að gera út um leikinn en Hollendingurinn Salomon Kalou er búinn að koma Lundúnaliðinu í 3:1.

Chelsea: Carlo Cudicini, Paulo Ferreira, John Tewrry, Tal Ben-Haim, Wayne Bridge, Frank Lampard, Steve Sidwell, John Obi Mikel, Claudio Pizarro, Salomon Kalou, Scott Sinclair. Varamenn: Michael Essien, Nicolas Anelka, Andriy Shevchenko, Ricardo Carvahlo, Hilario.

Huddersfield: Matthew Glennon, Robrt Page, Frank Sinclair, Nathan Clarke, Chris Brandon, Robbie Williams, Andy Holdsworth, Michael Collins, James Berrett, Phil Jevons.

Cardiff - Wolves 2:0 leik lokið

2. Peter Whittingham, fyrrum leikmaður Aston Villa, skorar eftir sendingu frá hinum þrautreynda Jimmy Floyd Hasselbaink.

10. Jimmy Floyd Hasselbaink er í stuði en Hollendingurinn er búinn að koma Cardiff í 2:0. Ekki fallegasta markið sem Hasselbaink hefur skorað á ferlinum en markið telur og það skiptir öllu.

Coventry - WBA 0:5 leik lokið

14. Chris Brunt skorar með skalla fyrir WBA.

Heimamenn eru orðnir manni færri en Michael Doyle var sendur í bað í upphafi síðari hálfleiks.

66. Gestirnir eru nánast búnir að gera út um leikinn en Roman Bednar var að koma WBA í 2:0 gegn tíu leikmönnum Coventry.

75. Roman Bednar skorar þriðja mark WBA og sitt annað í leiknum. WBA verður í hattinum þegar dregið verður til 8-liða úrslitanna á mánudag.

80. Liðsmenn WBA eru í markastuði en Ishmael Miller var að koma sínum mönnum í 4:0.

82. Ungverjinn Zoltan Gera skorar fimmta mark gestanna og stuðningsmenn Coventry eru flestir á leið út af vellinum.

Dirk Kuyt kom Liverpool í forystu á Anfield.
Dirk Kuyt kom Liverpool í forystu á Anfield. Reuters
Yossi Benayoun leikur á miðjunni hjá Liverpool.
Yossi Benayoun leikur á miðjunni hjá Liverpool. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka