Man Utd tók Arsenal í kennslustund

Darren Fletcher fékk óvænt tækifæri í liði United og þakkaði …
Darren Fletcher fékk óvænt tækifæri í liði United og þakkaði fyrir það með því að skora tvö mörk. Hér er það síðara í uppsiglingu. Reuters

Manchester United tók Arsenal í kennslustund á Old Trafford í kvöld þegar liðin áttust við í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Englandsmeistararnir unnu stórsigur, 4:0, eftir að staðan var, 3:0 í hálfleik. Darren Fletcher skoraði tvö marka United og þeir Wayne Rooney og Nani gerðu sitt markið hver.

Textalýsing af leiknum er hér að neðan

Hvorki Cristiano Ronaldo né Ryan Giggs eru í leikmannahópi Manchester United, eru hvíldir, og þá vekur athygli að Carlos Tevez og Paul Scholes hefja leik á bekknum. Hjá Arsenal eru Emmanuel Adebayor og Flamini á bekknum en bakverðirnir Gael Clichy og Bacari Sagna eru ekki með.

9. Jens Lehmann markvörður Arsenal gerir vel að verja þrumufleyg frá Brasilíumanninum Anderson utan teigs en þetta er fyrsta marktilraunin í leiknum.

16. Wayne Rooney kemur Manchester United yfir með skallamarki af stuttu færi eftir hornspyrnu og skallasendingu frá Anderson. Heimamenn hafa verið töluvert sterkari fyrsta stundarfjórðunginn og liðsmenn Arsenal hafa átt í vök að verjast.

20. Englandsmeistararnir eru í miku stuði og Skotinn Darren Fletcher er búinn að koma liðinu í 2:0 með skallamarki eftir góðan undirbúning frá Nani.

Heimamenn eru líklegir að bæta við marki. Wayne Rooney hefur í tvígang komist í góð færi en brást bogalistin í bæði skiptin. Darren Fletcher hefur leikið stórvel fyrir United-liðið og hefur svo sannarlega náð að fylla skarð Cristiano Ronaldos, eitthvað sem fáir áttu von á að hann myndi gera.

38. Manchester United er að taka Arsenal í karphúsið. Portúgalinn Nani var að koma United í 3:0. Hann fékk glæsilega sendingu frá Michael Carrick innfyrir slaka vörn Arsenal. Nani tók boltann vel niður og skoraði með föstu vinstrifótarskoti.

Alan Wiley flautar til hálfleiks. Manchester United hefur boðið stuðningsmönnum sínum upp á síðbúna flugeldasýningu. Staðan er 3:0 þar sem Englandsmeistararnir hafa farið á kostum gegn toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.

50. Rautt spjald. Það syrtir enn í álinn hjá Arsenal. Emmanuel Eboe fær að líta rauða spjaldið fyrir fólskulegt brot á Patrice Evra.

62. Wayne Rooney kemst einn gegn Jens Lehmann en Þjóðverjinn sér við Rooney og ver með góðu úthlaupi.

70. Arsene Wenger gerir þrefalda skiptinu. Adebayor, Senderos og Flamini koma inná fyrir Fabregas, Eduardo da Silva og Hleb.

71. Sir Alex notar tækifærið og gerir tvær breytingar á liði sínu. Wayne Rooney og Anderson eru kallaðir af velli og í þeirra stað koma Louis Saha og Paul Scholes.

74. Darren Fletcher er á góðri leið með að tryggja sér útnefningu á manni leiksins en Skotinn var að koma United í 4:0 með sínu öðru skallamarki eftir frábæran undirbúning frá Nani.

88. Louis Saha fær upplagt færi til að skora fimmta markið en Lehmann ver skot Frakkans af stuttu færi.

Man Utd: Edwin van der Sar, Wes Brown, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Patrice Evra, Darren Fletcher, Michael Carrick, Anderson, Ji-Sung Park, Wayne Rooney, Luis Nani. Varamenn: Tomasz Kuszczak, Louis Saha, Paul Scholes, John O'Shea, Carlos Tevez.

Arsenal: Jens Lehmann, Justin Hoyte, William Gallas, Kolo Tourem Arman Traore, Emmanuel Eboe, Cesc Fabregas, Gilberto Silvam Alexandr Hleb, Eduardo Da Silva, Nicklas Bendtner. Varamenn: Lukasz Fabianski, Philipe Senderos, Mathieu Flamini, Gael Clichy, Emmanuel Adeybayor.

Wayne Rooney skorar fyrsta mark Manchester United framhjá Jens Lehmann.
Wayne Rooney skorar fyrsta mark Manchester United framhjá Jens Lehmann. Reuters
Wayne Rooney fagnar marki sínu.
Wayne Rooney fagnar marki sínu. Reuters
Wayne Rooney hefur afplánað leikbann og leikur í fremstu víglínu …
Wayne Rooney hefur afplánað leikbann og leikur í fremstu víglínu Manchester United. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert