Hermann: Ég á þetta mark

Hermann Hreiðarsson stóð sig vel með Portsmouth í gær.
Hermann Hreiðarsson stóð sig vel með Portsmouth í gær. Reuters

Her­mann Hreiðars­son seg­ist ekki hafa notað hönd­ina rétt áður en Dar­ren Cart­er leikmaður Prest­on skoraði sjálf­mark og tryggði Ports­mouth far­seðil­inn í 8-liða úr­slit í ensku bik­ar­keppn­inni í gær. Her­mann seg­ir á heimasíðu Ports­mouth að hann eigi markið því bolt­inn hafi verið á leið í netið þegar Cart­er spyrnti bolt­an­um.

Eft­ir horn­spyrnu frá Niko Kranj­ar virt­ist bolt­inn hafa viðkomu í hönd Herm­ans áður en Cart­er spyrnti bolt­an­um upp í þak­netið.

„Ég vil eigna mér þetta mark. Leikmaður­inn reyndi að hreinsa og sparkaði bolt­an­um upp í þak­netið en bolt­inn var þegar á leið í netið og því er þetta mitt mark. Bolt­inn kom inn á svæðið og hafði viðkomu í hand­leggn­um á mér en þetta var bolti í hönd en ekki hönd í bolta. Því var ekki um neitt brot að ræða,“ seg­ir Her­mann á vef Ports­mouth.

Her­mann seg­ir að leik­menn Ports­mouth hafi sýnt mik­inn vilja og karakt­er. „Við lék­um svo sem ekk­ert vel en við náðum að knýja fram sig­ur sem öllu máli skipt­ir. Lið Prest­on kom okk­ur ekk­ert á óvart. Þeir börðust vel og ég get vel skilið gremju þeirra en við erum ánægðir að vera komn­ir áfram,“ seg­ir Her­mann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert