Torres: Skiptikerfið ekki vandamálið

Fernando Torres hefur skorað 18 mörk á leiktíðinni fyrir Liverpool.
Fernando Torres hefur skorað 18 mörk á leiktíðinni fyrir Liverpool. Reuters

Fernando Torres framherjinn Liverpool kemur knattspyrnustjóranum Rafael Benítez til varnar með þeirri ákvörðun hans að vera með skiptikerfi. Benítez hefur verið gagnrýndur fyrir að gera sífelldar breytingar á byrjunarliði sínu en Torres segir að það sé ekki vandamálið sem liðið eigi við að etja.

Eini möguleiki Liverpool á að vinna titil á þessu tímabili er að vinna Evrópumeistaratitilinn en Liverpool fær Ítalíumeistara Inter í heimsókn í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Anfield í kvöld.

„Við erum með knattspyrnustjóra með skoðanir sem fólk vissi af áður en hann kom og hann hefur hefur náð árangri,“ segir Torres í viðtali við breska blaðið The Times en Spánverjinn hefur skorað 18 mörk á leiktíðinni.

„Það er auðvelt að kenna skiptikerfinu fyrir allt sem hefur farið úrskeiðis en ég lít ekki á þetta sem vandamál liðsins. Liverpool hefur unnið Meistaradeildina og enska bikarinn með þessari aðferð. Það er eðlilegt að menn hvílist. Við leikmennirnir viljum það aldrei en ef knattspyrnustjórinn segir það þá verður þú að gera það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert