Tévez jafnar fyrir Man.Utd í Frakklandi

Kakha Kaladze, varnarmaður AC Milan, og Emmanuel Adebayor, sóknarmaður Arsenal, …
Kakha Kaladze, varnarmaður AC Milan, og Emmanuel Adebayor, sóknarmaður Arsenal, eigast við. Reuters

Carlos Tévez jafnaði rétt fyrir leikslok, 1:1, fyrir Manchester United gegn Lyon í Frakklandi í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Arsenal nýtti ekki sannkallað dauðafæri á lokasekúndunum og gerði 0:0 jafntefli við AC Milan og Barcelona lagði Celtic, 3:2, í Glasgow. Loks vann Fenerbache góðan sigur á Sevilla, 3:2, í Tyrklandi.

Eiður Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður hjá Barcelona á 88. mínútu og náði að spila í rúmar fimm mínútur en lið hans stendur afar vel að vígi. Skotarnir þurfa að sigra með tveimur mörkum á Camp Nou eftir  tvær vikur til að fara áfram.

Þannig gengu leikirnir fjórir fyrir sig í kvöld en fylgst var með þeim beint á mbl.is:

Arsenal - AC Milan 0:0
Kolo Toure varnarmaður Arsenal fór meiddur af velli eftir aðeins 5 mínútna leik.
Emmanuel Eboue fékk besta færi leiksins framað því á 53. mínútu þegar hann skaut hárfínt framhjá marki AC Milan úr miðjum vítateig Ítalanna. Zlatko Kalac markvörður AC Milan varði síðan mjög vel frá Cesc Fabregas á 75. mínútu. Arsenal fékk enn upplagt færi á 88. mínútu en Nicklas Bendtner skaut yfir mark Ítalanna.
Þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir leiktímann fékk Emmanuel Adebayor sóknarmaður Arsenal sannkallað dauðafæri þegar hann skallaði í þverslána af um 3ja metra færi.

Arsenal: Lehmann, Sagna, Toure (Senderos 6.), Gallas, Clichy, Eboue (Walcott 89.), Flamini, Fabregas, Hleb, Adebayor, Eduardo (Bendtner 74.)
Varamenn: Fabianski, Denilson, Silva, Justin Hoyte.
AC Milan: Kalac, Oddo, Nesta (Jankulovski 50.), Maldini, Kaladze, Pirlo, Gattuso, Kaká, Seedorf (Emerson 86.), Ambrosini, Alexandre Pato (Gilardino 76.)
Varamenn: Fiori, Inzaghi, Bonera, Brocchi.

Lyon - Manchester United 1:1
Karim Benzema
kom Lyon yfir á 54. mínútu með skoti frá vítateig eftir sendingu frá Jeremy Toulalan.
Carlos Tévez kom inná sem varamaður og náði að jafna fyrir Man.Utd á 87. mínútu.

Lið Lyon: Coupet, Grosso, Reveillere, Clerc (Ben Arfa 78.), Squillaci, Boumsong, Juninho (Bodmer 73.), Kallström, Toulalan, Gouvu, Benzema (Fred 83.)
Varamenn: Cris, Vercoutre, Keita, Delgado.
Lið Man.Utd: Van der Sar, Brown, Ferdinand, Vidic, Evra, Ronaldo, Anderson, Scholes (Tévez 65.), Hargreaves (Carrick 78.), Giggs (Nani 65.), Rooney.
Varamenn: O'Shea, Fletcher, Saha, Kuszczak.

Celtic - Barcelona 2:3
Jan Vennegor of Hesselink
kom Celtic yfir á 16. mínútu með glæsilegum skalla en Lionel Messi var fljótur að jafna, 1:1, á 18. mínútu þegar hann lyfti boltanum yfir Boruc markvörð Celtic eftir sendingu frá Ronaldinho.
Barry Robson kom Celtic yfir á ný, 2:1, á 38. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Aiden McGeady.
Thierry Henry jafnaði fyrir Barcelona, 2:2, á 52. mínútu með skoti frá vítateig eftir sendingu frá Ronaldinho. Messi skoraði síðan sitt annað mark fyrir Barcelona á 79. mínútu með skoti af stuttu færi og kom liði sínu í 3:2.
Eiður Smári kom inná fyrir Henry þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Eiður Smári Guðjohnsen var varamaður hjá Barcelona en liðið er þannig skipað: Valdes, Puyol, Márquez, Milito, Abidal, Deco (Xavi 65.), Touré, Iniesta, Messi, Ronaldinho (Eto'o 73.), Henry (Eiður Smári 88.)
Lið Celtic: Boruc, Caddis (Wilson 61.), Caldwell, McManus, Naylor, Nakamura, Robson, Hartley (Donati 65.), McGeady, Vennegoor of Hesselink (Samaras 55.), McDonald.

Fenerbache - Sevilla 3:2
Mateja Kezman
kom Fenerbache yfir á 17. mínútu en félagi hans, Edu Dracena, sendi boltann í eigið mark á 23. mínútu eftir fyrirgjöf frá Daniel Alves og jafnaði fyrir Sevilla, 1:1.
Diego Lugano kom Fenerbache yfir á ný, 2:1, á 57. mínútu með hörkuskalla eftir hornspyrnu en Julien Escudé jafnaði fyrir Sevilla, 2:2, á 66. mínútu.
Tyrkirnir gáfust ekki upp og Semih skoraði sigurmarkið, 3:2, á 87. mínútu.

Anderson hjá Man.Utd skýlir boltanum frá Kim Kallström, leikmanni Lyon, …
Anderson hjá Man.Utd skýlir boltanum frá Kim Kallström, leikmanni Lyon, í leiknum í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert