Brown hafnaði United í þriðja sinn

Wes Brown í leik með United gegn Chelsea.
Wes Brown í leik með United gegn Chelsea. Reuters

Wes Brown varnarmaður Manchester hefur í þriðja sinn hafnað samningstilboði frá félaginu og bendir allt til þess að hann yfirgefi félagið í sumar þegar samningur hans við Englandsmeistarana rennur út.

Forráðamenn United hafa boðið Brown 40.000 pund í vikulaun en laun í hans í dag nema 30.000 pundum. Brown hefur hins vegar hafnað þessu boði og líklegt er að hann fari frá félaginu í sumar en hann hefur leikið allan sinn feril með United.

„Þetta er í hans höndum en ekki okkar. Við höfum gert Brown lokatilboð en það virðist sem svo að umboðsmaður hans hafi tekið völdin og leikmenn í dag eru eiginlega komnir í vasann á umboðsmönnum. Wes hefur verið hjá okkur frá því hann var 12 ára gamall en það viðist ekki skipta máli þessa dagana,“ segir Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United sem er allt annað en ánægður með að Brown hafi ekki ritað nafn sitt undir nýjan samning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert