Chelsea: Reiknum ekki með Ronaldinho

Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen á æfingu með Barcelona.
Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen á æfingu með Barcelona. Reuters

Bruce Buck stjórnarformaður Chelsea segist ekki reikna með að Brasilíumaðurinn Ronaldinho komi til liðsins í sumar en Ronaldinho hefur ítrekað verið orðaður við Lundúnaliðið síðustu mánuði.

„Ronaldiho? Nei, ég sé ekki fyrir mér að Ronaldinho komi hingað fyrir næsta tímabil. Það var möguleiki og vissulega hefur verið orðrómur og umræður um komu hans til Chelsea en ég sé það ekki gerast,“ sagði Buck í viðtali við Sky Sports sjónvarpsstöðina.

Buck segir að það sé algjört forgangsmál hjá félaginu að gera nýjan samning við Frank Lampard og hann er bjartsýnn á að svo verði.

Við viljum halda honum hjá okkur og hann vill halda kyrru fyrir. Lampard hefur sagt að hann vilji fresta samningaviðræðum fram til sumar þar sem hann vill einbeita sér alfarið að fótboltanum en ég er bjartsýnn á að við náum góðri lendingu," sagði Buck.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert