Eduardo hjá Arsenal illa slasaður?

Eduardo Da Silva slasaðist illa í dag.
Eduardo Da Silva slasaðist illa í dag. Reuters

Eduardo Da Silva, sóknarmaður Arsenal, virðist hafa slasast illa strax á 3. mínútu í leik liðsins gegn Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í  dag.

Martin Taylor varnarmaður Birmingham braut illa á honum á 3. mínútu leiksins og var rekinn af velli. Leikurinn var stöðvaður í átta mínútur á meðan hlúð var að Eduardo en hann var loks borinn af velli.

Hversu alvarleg meiðslin eru liggur ekki fyrir ennþá en þau eru á ökkla samkvæmt fyrstu upplýsingum. Leikmönnum og læknaliði Arsenal var augljóslega mjög brugðið og sjónvarpsvélum var ekki beint að fæti Eduardos, sem bendir til þess að fóturinn hafi verið illa útleikinn.

Eduardo skoraði 10 mörk fyrir Króata í undankeppni EM en nú er útlit fyrir að hann nái ekki að spila með þeim í úrslitakeppninni í Austurríki og Sviss í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert