Martin Taylor, varnarmaður Birmingham, kveðst ekki hafa brotið af ásettu ráði á Eduardo Da Silva, króatíska knattspyrnumanninum hjá Arsenal, í leik liðanna í dag. Eduardo fótbrotnaði illa en atvikið átti sér strax á 3. mínútu og Taylor var umsvifalaust rekinn af velli.
Birmingham sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í kvöld:
„Við erum miður okkar yfir því að svona frábær knattspyrnuleikur skyldi falla í skuggann af alvarlegum meiðslum sem Eduardo leikmaður Arsenal varð fyrir.
Eftir að hafa skoðað atvikið er augljóst að það er enginn ásetningur í brotinu. Félagið og Martin Taylor senda leikmanninum sínar allra bestu óskir um skjótan bata."