Megson óhress með vítaspyrnudóminn

Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson. Reuters

Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton, er allt annað en kátur með vítaspyrnu þá sem Blackburn fékk dæmda þegar Grétar Rafn Steinsson var talinn hafa brotið á David Dunn.

„Við erum búnir að skoða þetta atvik og ég er viss um að það eru allir sammála um að þetta var ekki vítaspyrna. Þetta var fáránleg ákvörðun hjá dómaranum,“ sagði Megson við Sky Sport.

„Ég er ekki mikið fyrir að gagnrýna dómara, en það er erfitt að taka þessum dómi,“ sagði Megson.

Bolton tapaði leiknum 4:1 og skoraði Benni McCarthy tvívegis úr vítaspyrnum sem Blackburn fékk í leiknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert