Juande Ramos knattspyrnustjóri Tottenham fær 40 milljónir punda, jafnvirði 5,3 milljarða króna, til leikmannakaupa í sumar. Stjórn Tottenham er reiðubúið að láta Spánverjann fá þessa upphæð eftir að hann stýrði liðinu til sigurs á Chelsea í deildabikarnum á Wembley í gær.
Að því er fram kemur í netútgáfu Daily Mail í kvöld er Ramos að kanna leikmannamarkaðinn og horfir hann helst til heimalands síns. Albert Riera leikmaður Espanyol er einn þeirra leikmanna sem Ramos hefur áhuga á sem og undrabarnið Diego Capel hjá Sevilla en Ramos var við stjórnvölinn hjá Sevilla áður en hann tók við stjórninni hjá Tottenham.
Eiður Smári Guðjohnsen var á dögunum orðaður við Tottenham en verði Frank Rijkaard áfram við stjórnvölinn hjá Barcelona má slá því föstu að Eiður reyni að fá sig lausan enda hefur hann fengið skammarlega tækifæri hjá Hollendingnum á þessari leiktíð.