Bandarískir eigendur Liverpool, þeir Tom Hicks og George Gillett Jr. hafa heimilað Dubai International Capital (DIC) að skoða bókhald félagsins. Slíkt þýðir venjulega að viðkomandi hafi hug á að kaupa.
Frá þessu er sagt í The Times í dag og þar segir að Hicks hafi margoft sagt að hann ætli ekki að selja helmingshlut sinn í Liverpool. Svo virðist sem hann munu samt selja einhvern hluta sinn en halda einhverju þannig að hann muni sitja í stjórn félagsins áfram. Gillett er hins vegar sagður tilbúinn að selja sinn hlut og er jafnvel búist við að það verði um miðjan mars.
Þeir félagar hafa átt félagið í rétt um eitt ár.