Kolo Toure varnarmaðurinn sterki í liði Arsenal gerir sér góðar vonir um að spila gegn Evrópumeisturum AC Milan í næstu viku. Toure meiddist á kálfa í fyrri leiknum við Mílanóliðið og gat ekki spilað gegn Birmingham um síðustu helgi vegna þeirra og hann reiknar ekki með að spila á móti Aston Villa á laugardaginn.
„Ég er bjartsýnn á spila á móti Milan og ég krossleg fingurna um að svo verði. Við mætum til leiksins með því hugafari að slá AC Milan út og við erum alveg færir um að gera það. Við höfum áður fagnað sigri á San Síró en við unnum Inter 5:1,“ segir Toure.
Toure segist eiga sér þann draum að leika við Barcelona í úrslitaleik en með liðið Börsunga leikur bróðir hans, Yaya Toure.