Ekki sama Jón og séra Jón

Jeremie Aliadiere
Jeremie Aliadiere Reuters

Forráðamenn Middlesbrough eru ekki sáttir við aganefnd enska knattspyrnusambandsins eftir að hún lengi leikbann Jeremie Aliadiere um einn leik, úr þremur í fjóra.

Middlesbrough segir það móðgun að kalla áfrýjun liðsins á brottrekstri Aliadiere léttúðuga. Félagið hafi tekið sér tvo daga áður en áfrýjað var og það hafi verið gert að vel athuguðu máli.

„Það eru reglur fyrir stóru liðin og svo aðrar fyrir okkur,“ sagði Keith Lamb, framkvæmdastjóri Boro og vísaði til þess þegar Chelsea áfrýjaði rauðu spjaldi sem Michael Essien fékk. „Þá var málinu einfaldleg vísað frá en ekki með þeim orðum að það væri léttúðugt,“ sagði Lamb.

Alladiere fékk rauða spjaldið undir lok leiksins þegar hann sló lauslega í andlitið á Javier Mascherano, miðjumanni Liverpool, sem reyndar virtist ekki alveg saklaus sjálfur í þeim viðskiptum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert