Tony Pulis hjá Stoke City var í dag útnefndur knattspyrnustjóri febrúarmánaðar í ensku 1. deildinni eftir frábært gengi liðsins undir hans stjórn.
Eftir fimm sigurleiki í röð í mánuðinum er Stoke City nú í efsta sæti 1. deildar, í fyrsta skipti síðan liðið féll úr efstu deild árið 1985. Stoke tapaði reyndar síðasta leik mánaðarins, 2:0 fyrir Preston í fyrrakvöld, en það breytti engu í þessu kjöri.
Þeir Gary Johnson hjá Bristol City, Paul Sturrock hjá Plymouth og Adrian Boothroyd há Watford voru einnig tilnefndir fyrir kjörið en urðu að láta í minni pokann fyrir Pulis.
John Ward hjá Carlisle var kjörin knattspyrnustjóri mánaðarins í 2. deild og í 3. deildinni varð Peter Jackson hjá Lincoln fyrir valinu.