Ferguson afskrifar ekki Chelsea

Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson.
Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er harður á því að baráttan um meistaratitilinn á Englandi sé keppni þriggja liða, Arsenal, United og Chelsea.

Chelsea er níu stigum á eftir Arsenal og sex á eftir United en á leik til góða. Auk þess á Chelsea eftir að fá bæði þessi lið í heimsókn á Stamford Bridge og þar eru dýrmæt stig í boði.

„Það er ekki óyfirstíganlegt að vinna upp þann mun sem er á Chelsea og Arsenal. Chelsea á líak eftir heimaleiki við okkur og Arsenal og liðið hefur náð góðum árangri á heimavelli. Það er því alls ekki hægt að afskrifa Chelsea í meistarabaráttunni,“ segir Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert