Mascherano gerði fjögurra ára samning við Liverpool

Javier Mascherano í leik með Liverpool á leiktíðinni.
Javier Mascherano í leik með Liverpool á leiktíðinni. Reuters

Argentínumaðurinn Javier Mascherano skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við Liverpool. Mascherano, sem er 23 ára gamall miðjumaður, hefur verið í láni hjá Liverpool en hann kom til liðsins frá West Ham á síðustu leiktíð. Honum var heimilt að skrifa undir samninginn við Liverpool utan félagaskiptagluggans þar sem hann var ekki á mála hjá neinu félagi.

„Ég er mjög ánægður og nú get ég einbeitt mér alfarið að spila fótbolta,“ sagði Mascherano á vef Liverpool. „Ég sagði alltaf að ég vildi vera um kyrrt hjá Liverpool og nú þegar ég hef skrifað undir samninginn þá get ég sagt að þetta sé stærsta stundin á mínum ferli,“ sagði Argentínumaðurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert