Öruggur sigur hjá Liverpool

Ryan Babel fagnar með stæl marki sínu á móti Bolton.
Ryan Babel fagnar með stæl marki sínu á móti Bolton. Reuters

Liverpool var að vinna öruggan sigur á Bolton, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni og komst þar með upp að hlið granna sinna í Everton í fjórða sætið en Everton mætir Portsmouth síðar í dag.

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool kom sínum mönnum yfir á 11. mínútu með hálf furðulegu marki Skot Gerrards utan vítateigs stefndi framhjá markinu en Finninn kom hendi í boltanum og skrúfaðist hann í netið.

Í síðari hálfleik bættu Hollendingurinn Ryan Babel og Brasilíumaðurinn Fabio Aurelio við tveimur mörkum á 60. og 75. mínútu rétt eftir mark Brasilíumannsins minnkaði Ísraelsmaðurinn Tamir Cohen muninn fyrir heimamenn.

Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton en var skipt útaf á 42. mínútu. Grétar átti í miklu basli með Babel sem var mjög sprækur á kantinum. Heiðar Helguson var hins vegar ekki í leikmannahóp Bolton en hann á við meiðsli að stríða.

Fernando Torres leikur í fremstu víglínu hjá Liverpool.
Fernando Torres leikur í fremstu víglínu hjá Liverpool. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert