Cesc Fabregas miðjumaðurinn snjalli í liði Arsenal segir að liðið hafi alla burði til verða bæði Englandsmeistari og Evrópumeistari. Það hafi liðið sýnt í gærkvöld með því að leggja Evrópumeistara AC Milan á sannfærandi hátt í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
„Við erum ekki með 25 landsliðsmenn eins og Chelsea svo það var vitað að við yrðum aldrei færir um að vinna alla fjóra bikarana sem í boði eru. Við erum hins vegar í baráttunni um þá tvo sem mestu máli skipta," sagði Fabregas, sem skoraði fyrra mark Arsenal á San Síró í gærkvöld.
„Við erum í toppi úrvalsdeildarinnar og erum komnir í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar með því að leggja Evrópumeistaranna að velli á þeirra heimavelli svo af hverju ættum við ekki að geta unnið báða titlana?“