Roma og Chelsea í 8-liða úrslit

Michael Ballack fagnar eftir að hafa komið Chelsea yfir, ásamt …
Michael Ballack fagnar eftir að hafa komið Chelsea yfir, ásamt Didier Drogba og Salomon Kalou. Reuters

Roma vann í kvöld frækinn útisigur á Real Madrid, 2:1, og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea vann Olympiakos sannfærandi í London, 3:0, og er komið áfram en framlengingu þarf til að knýja fram úrslit hjá Porto og Schalke.

Þannig gengu leikirnir fyrir sig, samanlögð staða er í svigum.

Chelsea - Olympiakos 3:0 (3:0)
Michael Ballack
kom Chelsea yfir strax á 6. mínútu með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Frank Lampard. Á 25. mínútu voru þeir félagar aftur á ferð. Ballack átti skot sem markvörðurinn varði en Lampard fylgdi á eftir og skoraði, 2:0. 
Chelsea hóf seinni hálfleikinn líka með látum því Salomon Kalou skoraði á 48. mínútu, 3:0, og mótspyrna Grikkjanna væntanlega úr sögunni þar með.

Lið Chelsea: Cudicini - Ferreira, Terry, Carvalho, A.Cole - Ballack, Makelele, Lampard, J.Cole - Kalou, Drogba.
Varamenn: Anelka, Alex, Malouda, Essien, Wright-Phillips, Belletti, Hilario.

Real Madrid - Roma 1:2 (2:4)
Pepe hjá Real Madrid var rekinn af velli á 70. mínútu leiksins og staðan því orðin erfið fyrir spænsku meistarana. Og strax á 72. mínútu skoraði Rodrigo Taddei glæsilegt skallamark fyrir Roma, 0:1.
En Real Madrid svaraði strax fyrir sig því á 74. mínútu slapp Raúl innfyrir vörn Rómverja og jafnaði, 1:1.
Tíu leikmenn Real sóttu stíft en þegar tvær mínútur voru komnar framyfir leiktímann skoraði Mirko Vucinic sigurmark ítalska liðsins, 2:1, og tryggði því sæti í 8-liða úrslitunum.

Lið Real: Casillas, Salgado, Heinze, Cannavaro, Pepe, Diarra, Guti, Baptista, Gago, Raúl, Robinho.
Varamenn: Drenthe, Gómez, Marcelo, Balboa, Higuaín, Soldado, Dudek.

Porto - Schalke 1:0 (1:1)
Útlitið var ekki gott fyrir leikmenn Porto þegar Jorge Fucile var rekinn af velli á 83. mínútu. En Paulo Assuncao náði að koma þeim yfir, 1:0, á 86. mínútu og þar með þurfti að grípa til framlengingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert