Átta leikir fóru fram í UEFA-bikarnum í knattspyrnu í kvöld. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Bolton sem gerði 1:1 jafntefli við Sporting Lissabon, Tottenham tapaði 0:1 heima fyrir PSV Eindhoven og Everton lá fyrir Fiorentina á Ítalíu, 2:0.
Þetta voru fyrri viðureignir liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar.
19.45 Fiorentina - Everton 2:0 Leik lokið
Kuzmanovic kom Fiorentina yfir á 70. mínútu og Montolivo bætti við marki fyrir Ítalina á 81. mínútu, 2:0.
Lið Everton: Howard - Hibbert, Yobo, Jagielka, Lescott - Osman, Neville, Carsley, Pienaar, Cahill - Yakubu.
Varamenn: Wessels, Baines, Arteta, Johnson, Gravesen, Anichebe, Gosling.
20.00 Bolton - Sporting Lissabon 1:1 Leik lokið
Gavin McCann kom Bolton yfir á 25. mínútu, 1:0, en Simon Vukcevic jafnaði fyrir Sporting á 69. mínútu. Heiðar Helguson fór af velli hjá Bolton á 55. mínútu.
Lið Bolton: Jääskeläinen - Hunt, O'Brien, Cahill, Gardner - Campo, Davies, O'Brien, McCann - Taylor, Heiðar.
Varamenn: Al Habsi, Samuel, Meite, Stelios, Teymourian, Guthrie, Vaz Te.
Grétar Rafn Steinsson má ekki leika með Bolton í UEFA-bikarnum.
20.05 Tottenham - PSV Eindhoven 0:1 Leik lokið
Jefferson Farfan kom PSV yfir á 34. mínútu þegar hann hirti boltann af Gilberto rétt fyrir utan vítateig Tottenham og skoraði með góðu skoti, 0:1.
Lið Tottenham: Robinson - Chimbonda, Woodgate, King, Gilberto - Lennon, Jenas, Zokora, Malbranque - Berbatov, Keane.
Varamenn: Cerny, Lee, Tainio, Taarabt, Dawson, Huddlestone, O'Hara.
Staðan í öðrum leikjum:
18.00 Anderlecht - Bayern München 0:5 Leik lokið
19.45 Marseille - Zenit St. Pétursborg 3:1 Leik lokið
20.00 Rangers - Werder Bremen 2:0 Leik lokið
20.05 Leverkusen - Hamburger SV 1:0 Leik lokið
20.30 Benfica - Getafe 0:2