Blatter vill að Taylor fái lengra bann

Martin Taylor gengur miður sín af velli eftir brotið á …
Martin Taylor gengur miður sín af velli eftir brotið á Eduardo. Nú vill forseti FIFA refsa honum harðar. Reuters

Sepp Blatter, forseti FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, hefur fordæmt brot Martins Taylors, varnarmanns Birmingham, á Eduardo, sóknarmanni Arsenal, og segir að hann megi eiga von á að FIFA grípi inní og lengi keppnisbann hans til muna.

Taylor fékk þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið í leik liðanna en flestir hafa sýnt honum samúð og fjallað hefur verið um brot hans sem óviljaverk. Þar á meðal Eduardo sjálfur. Blatter er hinsvegar ekki á þeim nótum.

„Það er hroðalegt að sjá þessa árás á leikmanninn. Þetta er ekki fótbolti. Íþróttin leyfir snertingar en eftir ákveðnum reglum. Menn verða að sýna virðingu, og það sem við sáum í þessum leik átti ekkert skylt við fótbolta. Þarna var mótherji stórslasaður og það er ekki markmið leiksins," sagði Blatter við Sky Sports og gaf til kynna að nýjar reglur heimili nú FIFA að taka upp málið og kveða þyngri dóm.

„Svona leikmenn eiga ekki bara að fara í tiltekið leikbann, þeir eiga að vera í keppnisbanni þar til þeir hafa gert sér fulla grein fyrir gjörðum sínum. Ég tel að við eigum að fá í okkar hendur skýrsluna sem leikmaðurinn var dæmdur eftir í þriggja leikja bann og láta okkar aganefnd fara yfir hana," sagði Blatter.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert