Roy Keane knattspyrnustjóri Sunderland og fyrrum fyrirliði Manchester United telur að honum hefði verið stungið í steininn ef krafa Sepp Blatters, forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, um að refsa leikmönnum grimmilega og jafnvel með lífstíðarbanni fyrir ljótar tæklingar hefðu verið uppi á borðinu þegar hann var leikmaður.
Keane, sem sjö sinnum varð Englandsmeistari með Manchester United, var mikill harðjaxl sem leikmaður og þótti á köflum ganga full langt í hörku sinni.
Frægt er brotið hrottalega sem Keane framdi á Norðmanninum Alf Inge Håland í leik Manchester United og Manchester City árið 2001 en Håland átti erfitt uppdráttar eftir það og varð að lokum að leggja skóna á hilluna.
Löngu síðar viðurkenndi Keane að hefnibrot hefði verið að ræða en Keane sagði að Norðmaðurinn hefði hrækt framan í sig í leik sem fór fram fjórum árum áður.