Alex Ferguson: Dómgæslan fáránleg

David James og Glen Johnson fagna eftir sigurinn á Old …
David James og Glen Johnson fagna eftir sigurinn á Old Trafford í dag en Nemanja Vidic er að vonum súr og svekktur. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchested United vandaði ekki dómaranum Martin Atkinson kveðjurnar eftir ósigur sinna manna gegn Portsmouth í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar en með tapinu fauk draumur Fergusons um að vinna þrefalt á tímabilinu út í veður og vind.

„Dómgæslan var fáránleg og ég get ekki útskýrt hana. Knattspyrnustjórar eru reknir fyrir hluti eins og þessa en Atkinson fær að dæma í næstu viku,“ sagði Ferguson í viðtali við Manchester United sjónvarpsstöðina.

Ferguson sagði að Atkinson hefði rænt Manchester United um vítaspyrnu þegar Cristiano Ronaldo var keyrður niður af Distin eftir sjö mínútna leik en dómarinn hafi gert rétt þegar hann dæmdi vítaspyrnu á Tomasz Kuszczak.

„Frammistaða dómarans í leiknum var ósættanleg og svona dómgæsla á ekki að sjást. Til að mynda braut Lassana Diarra átta eða níu sinnum af sér og ég er sammála Arsene Wenger. Það á einhver eftir að slasast mjög alvarlega og Arsenal fékk að kynnast því þegar Eduardo meiddist illa,“ sagði Ferguson.

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Portsmouth var að vonum ánægður eftir leikinn enda hefur honum aldrei tekist að koma liði í undanúrslit bikarkeppninnar fyrr.

„Þetta var frábært. Að mæta Manchester United á Old Trafford var versti möguleikurinn drátturinn sem við gátum fengið en mínir menn stóðu sig frábærlega og ég er ákaflega stoltur af þeim. Við mættum United hér fyrir nokkrum vikum og vorum heppnir að tapa ekki 10:0 en barátta minna manna var til fyrirmyndar. Auðvitað þarf heppni til að leggja svona frábært lið að velli en okkar leikskipulag gekk algjörlega upp,“ sagði Redknapp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert